Sigbjörn Gunnarsson er látinn

Sigbjörn Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður og sveitarstjóri er látinn, 57 ára að aldri. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri í gær. Sigbjörn var kjörinn á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn í Norðurlandskjördæmi eystra árið 1991 og sat á þingi til ársins 1995 og var m.a. formaður fjárlaganefndar um tíma. Hann var sveitarstjóri Skútustaðarhrepps í átta ár og sveitarstjóri Þingeyjarsveitar í þrjú ár.  

Sigbjörn starfaði m.a. sem kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri og var kaupmaður á Akureyri. Hann gegndi jafnframt ýmsum trúnaðarstörfum, sat í aðalstjórn KA, í stjórn Golfklúbbs Akureyrar og Golfklúbbs Mývatnssveitar. Þá átti hann sæti í íþróttaráði Akureyrar og í stjórn KSÍ um tíma. Sigbjörn kvæntist Guðbjörgu Þorvaldsdóttur verslunarmanni árið 1972. Þau eiga fjögur börn, þrjár dætur og einn son, auk þess sem hann átti einn son fyrir.

Nýjast