SA-slagur í Skautahöllinni í kvöld

Einn leikur fer fram á Íslandsmóti karla í íshokkí í kvöld en þá mætast Víkingar og Jötnar í innbyrðisviðureign Skautafélags Akureyrar. Víkingar léku gegn Birninum um helgina og töpuðu 3:4 en Jötnar leika sinn fyrsta leik í kvöld á tímabilinu. Leikurinn verður í Skautahöllinni og hefst kl. 19:30.

Nýjast