SA hóf titilvörnina með sigri

Íslandsmót kvenna í íshokkí hófst í Skautahöllinni á Akureyri sl. laugardag þar sem SA Ásynjur (áður Valkyrjur) tóku á móti Birninum. Heimamenn unnu örugglega 5:2.

Sarah Smiley skoraði tvívegis fyrir SA Ásynjur og þær Bergþóra Bergþórsdóttir, Þorbjörg Geirsdóttir og Guðrún Marín Viðarsdóttir sitt markið hver. Þær Flosrún Vaka Jóhannesdóttir og Steinunn Sigurgeirsdóttir skoruðu mörk Bjarnarins.

Nýjast