12. ágúst, 2011 - 15:58
Fréttir
Á fundi félagsmálaráðs Akureyrarbæjar í vikunni lagði Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar
fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð eftir fyrstu sjö mánuði ársins. Útgjöldin voru kr. 63.407.983 sem er 31% hækkun miðað við
á sama tíma árið 2010. Félagsmálaráð lýsir áhyggjum sínum af þróun mála en ljóst er að
fjárveiting ársins mun ekki nægja til að mæta þörf fyrir aðstoð.