Reisa 50 milljóna króna rennibraut á Dalvík

Sundlaugin á Dalvík.
Sundlaugin á Dalvík.

Bygg­ing­ar­nefnd um end­ur­bæt­ur á Sund­laug Dal­vík­ur fór fram á 15 millj­óna króna viðbótar­fram­lag vegna kaupa á renni­braut fyr­ir sund­laug bæj­ar­ins á síðasta fundi í byggðaráði Dal­vík­ur. Ráðast á í endurbætur á sundlauginni og mælti bygginganefnd með að keypt yrði tvöföld vatnsrennibraut fyrir sundlaugina sem var samþykkt.

Heildarkostnaður með uppsetningu, endurbótum á lóð og á búnaði eru tæplega 50 milljónir króna. Í fjárhagsáætlun 2018 er heimild vegna rennibrautar kr. 35.000.000. Byggðaráð samþykkti á fundinum samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 15.000.000 við fjárhagsáætlun 2018. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé.

 

Nýjast