Pétur Stefánsson kaupir í Sjóböðunum

Sjóböðin á Húsavíkurhöfða í vetrarbúningi. Mynd/epe
Sjóböðin á Húsavíkurhöfða í vetrarbúningi. Mynd/epe

Eins og Vikublaðið greindi frá fyrir skemmstu var rúmlega 29 prósent hlutur Norðursiglingar á Húsavík í Sjóböðunum ehf. til sölu. Það hefur nú fengist staðfest að Húsvíkingurinn Pétur Stefánsson útgerðarmaður og skipstjóri í Kópavogi hefur keypt allan hlut Norðursiglingar. Orkuveita Húsavíkur átti forkaupsrétt að hlutnum en ákveðið var á síðasta stjórnarfundi félagsins að nýta hann ekki og því hafa kaupin verið staðfest.

Sjá einnig: Norðursigling selur hlut sinn í Sjóböðunum

Pétur og fjárfestingafélagið Tækifæri eiga því sitthvorn 29% hlut, Jarðböðin í Mývatnssveit eiga 18,3%, Orkuveita Húsavíkur 13,8% og Dimmuborgir 9,2% hlut. Basalt arkitektar og Kvöðull eiga einnig sitthvorn 0,3% hlut.


Athugasemdir

Nýjast