Norðursigling selur hlut sinn í Sjóböðunum

Sjóböðin á Húsavíkurhöfða
Sjóböðin á Húsavíkurhöfða

Breytingar eru væntanlegar á hluthafahópi Sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða en Norðursigling á Húsavík sem er stærsti hluthafinn ásamt fjárfestingafélaginu Tækifæri hf. hvort um sig með 29% eignarhlut.

Viðskiptablaðið greindi frá því ´síðast liðið sumar að hlutafé sjóbaðanna hafi verið hækkað um 60 milljónir króna að raunvirði í mars á síðasta ári. Hluthafar sem lögðu félaginu hlutafé í formi reiðufjár voru Jarðböðin hf. með 11 milljónir, Norðursigling ehf. og Tækifæri hf. með 17,4 milljónir hvort félag og Dimmuborgir ehf. með 5,5 milljónir. Þá lagði Orkuveita Húsavíkur fram 8,3 milljóna kröfu sína á félagið sem greiðslu fyrir aukningu á hlutafé.

Eftir hlutafjáraukninguna átti Norðursigling og Tækifæri sitthvorn 29% hlut, Jarðböðin eiga 18,3%, Orkuveita Húsavíkur 13,8% og Dimmuborgir 9,2% hlut. Basalt arkitektar og Kvöðull eiga einnig sitthvorn 0,3% hlut. 

Í samtali við Vikublaðið sagði Stefán Jón Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar að sala á hlut fyrirtækisins í Sjóböðunum væri í ferli en vildi ekki gefa upp hver væntanlegur kaupandi hlutarins yrði. „Sala hlutarins er liður í nýjum áherslum Norðursiglingar að einbeta okkur að kjarnastarfseminni,“ sagði Stefán Jón.


Athugasemdir

Nýjast