Nýtt bátaskýli rís við Pollinn

Hér má sjá teikningar af bátaskýlinu sem mun rísa við Pollinn en um glæsilegt mannvirki er að ræða.
Hér má sjá teikningar af bátaskýlinu sem mun rísa við Pollinn en um glæsilegt mannvirki er að ræða.

Hefja á framkvæmdir á nýju á bátaskýli við félagssvæði Siglingaklúbbsins Nökkva á Akureyri á þessu ári. Í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar er áætlað að veita 90 milljónir í verkefnið næstu tvö árin. Verið er að klára hönnunina á bátaskýlinu og stefnt að því að verkið fari í útboð snemma á næsta ári. Áætlað er að framkvæmdum verið lokið vorið 2018. Lengi hefur staðið til að fara í uppbyggingu á svæðinu og segir Rúnar Þór Björsson, formaður Nökkva, þetta vera ánægjuleg tíðindi. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu blaðsins. 

Nýjast