04. apríl, 2009 - 13:48
Fréttir
Ný og glæsileg Bónusverslun var opnuð í Naustahverfi á Akureyri í morgun og þar með eru Bónusverslunarinnar í bænum
orðnar tvær. Um þessar mundir eru 20 ár liðin frá því að fyrsta Bónusverslunin var opnuð hér á landi. Við opnunina
afhenti Jóhannes Jónsson í Bónus, Hæfingarstöðinni á Akureyri styrk að upphæð 600 þúsund krónur.
Margrét Ingibjörg Ríkarðsdóttir forstöðumaður Hæfingarstöðvarinnar veitti styrknum viðtöku, sem hún sagði að
kæmi að góðum notum. Fjöldi fólks var mætt til versla strax kl. 10 í morgun. Húsnæðið í Naustahverfi er samtals um 1400
fermetrar og Bónusverslunin í 1200 fermetra rými. Alls munu um 20 manns starfa í versluninni í 6-7 stöðugildum.