Gert er ráð fyrir að gjald hækki í 1000 krónur en gjaldið er nú 439 - 879 krónur fyrir hvern tíma. Hins vegar er í tillögunni gert ráð fyrir að einungis sé innheimt fyrir aðstoð við heimilisverk og aldrei meira en fyrir tvo tíma á viku. Samkvæmt núgildandi gjaldskrá er innheimt fyrir allt að 10 tíma á viku. Ný gjaldskrá mun því hækka gjald þeirra sem einungis þurfa litla þjónustu við almenn heimilisverk en lækka gjald þeirra sem þurfa umfangsmikla aðstoð við eigin umsjá.