Nú er Vikublaðið komið út - Brakandi ferskt

Vikublaðið er komið út.  Að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar.

Forsíða

Meðal efnis:

  • Góð verkefnastaða er hjá slippnum á Akureyri. Eitt þeirra verka sem hafist verður handa við eftir sumarfríið er uppsetning á vinnslubúnaði í Oddeyrina, nýtt skip Samherja sem kom til landsins nýverið skip sem hefur getu til að geyma lifandi fisk í tönkum. Rætt er við Magnús Blöndal Gunnarsson markaðsstjóra hjá Slippnum Akureyri.
  • Bryggjudagar fóru fram á Þórshöfn um síðastliðna helgi og var mikið um dýrðir. Umfjöllun um hátíðina er  á síðu 12. Þau leiðu mistök urðu að á tveimur stöðum í greininni misritaðist að hátíðin hafi farið fram á Raufarhöfn. Mistökin uppgötvuðust eftir að blaðið var sent til prentunar Beðist er innilega afsökunar á þessum klaufaskap og hafa mistökin verið leiðrétt í vefútgáfu blaðsins
  • Útlit fyrir að bændur nái inn góðum heyfeng í sumar eru ekki góðar, en ekki öll von úti enn. Rætt er við Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Eyjafjarðar.
  • Heilsíðuviðtal: Verkmenntaskólinn á Akureyri býður upp á kvöldskóla í húsasmíði næsta vetur. Öll plássin fylltust á augabragði. Rætt er við Baldvin Ringsted sviðsstjóra verk- og fjarnáms hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri.
  • Fjóla Stefánsdóttir heldur um Áskorandapennann.
  • Sigþóra Brynja Kristjánsdóttirfærir okkur gómsætar uppskriftir í Matarhorninu
  • Þetta og margt fleira í blaðinu í dag

Smelltu hér til að gerast áskrifandi


Nýjast