Við vinnslu á Vikublaðinu í gær (fimmtudag) voru mistök gerð sem skiluðu auglysingu frá FVSA sem unnin var af Blekhönnun.is ekki með þeim hætti sem til stóð. Hér að ofan er rétt útgáfa af auglýsingunni. Við biðjumst velvirðingar á þessu.
Afar vel heppnaður Súpufundur atvinnulífsins fór fram í DriftEA við Ráðhústorg á Akureyri í gær, þar sem rætt var um framtíð tæknináms á Norðausturlandi.
Fimmtudaginn 18. september fer fram Vísindadagur SAk og Heilbrigðisvísindastofnunar HA og SAk. Á dagskránni eru fjölbreytt og áhugaverð erindi þar sem starfsmenn SAk og samstarfsaðilar kynna rannsóknir og þróunarverkefni. Viðburðurinn fer fram í fundarherberginu Kjarna á SAk og verður einnig í beinu streymi á Teams.
Sigrún María Óskarsdóttir ætlar að taka þátt í Aðgengisstrollinu sem fram fer í dag í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna og hvetur öll til að koma og vera með. Sigrún María er Akureyringur vikunnar.
Ný rannsókn er hafin á Íslandi þar sem hreyfing, kyrrseta og svefn fólks í landinu á aldrinum 20–69 ára verða mæld með hlutlægum hætti. Rannsóknin, sem nefnist Landskönnun á hreyfingu, kyrrsetu og svefni, er hluti af stóru Evrópuverkefni, JA Prevent, sem hefur það markmið að efla forvarnir gegn ósmitbærum sjúkdómum.
Unglingadeildin Lambi er ný viðbót í starf björgunarsveitarinnar Súlna haustið 2025. Fyrsta árið verða teknir inn krakkar sem verða 14 ára á árinu og hefst þannig spennandi nýtt ævintýri þar sem ungir krakkar fá að kynnast starfi björgunarsveita á öruggan og skemmtilegan hátt.
Akureyrarbær tekur þátt í vikunni með fjölbreyttum viðburðum. Aðalviðburður vikunnar verður svokallað Aðgengisstroll, sem haldið verður í samstarfi við Sjálfsbjörg á Akureyri og Virk efri ár, miðvikudaginn 17. september kl. 16.30. Farið verður frá Lystigarðinum að Íþróttahöllinni, um 400 metra leið. Á bílaplaninu við Íþróttahöllina verður boðið upp á grillaðar pylsur og samtal um upplifun þátttakenda. Þar verður einnig aðgengilegur strætisvagn til sýnis og gestum gefst tækifæri til að prófa að fara yfir minni hindranir í hjólastól undir leiðsögn Sjálfsbjargar. Bæjarfulltrúar munu fara leiðina í hjólastólum sem Sjálfsbjörg útvegar og öðlast þannig innsýn í daglega reynslu fólks með skerta hreyfigetu. Öll eru velkomin til að taka þátt og ræða saman um aðgengi og hindranir í nærumhverfinu.
Sigurbjörn Tryggvason hefur verið vélstjóri á skipum Útgerðarfélags Akureyringa og Samherja svo að segja frá því hann útskrifaðist sem vélstjóri árið 1984. Lengst var hann vélstjóri á Sléttbak EA 304. Síðustu fimm árin hefur Sigurbjörn verið vélstjóri á Björgúlfi EA 312, sem hann segir prýðilegt skip í alla staði.
Nemendafélagið Þórduna hefur sett af stað sölu á VMA skólapeysum. Í ár er sérstök áhersla lögð á bleiku peysurnar, þar sem allur ágóði af sölu þeirra rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru. Að auki eru í boði bæði gráar og bláar peysur í fjölbreyttum stærðum.
Dagana 19.–20. september fer fram umfangsmikil ráðstefna í Háskólanum á Akureyri um kennslu íslensku sem annars máls með sérstakri áherslu á nám fullorðinna. Ráðstefnunni er ætlað að bregðast við ákalli samfélagsins, innflytjenda, framhaldsfræðsluaðila og háskóla um samráðsvettvang á þessu sviði.