Mikill meirihluti svarenda á móti saltnotkun til hálkuvarna

Mikill meirihluti svarenda er á móti því að nota salt til hálkuvarna á ákveðnum svæðum á Akureyri, samkvæmt óformlegri skoðanakönnun á vef Vikudags. Alls bárust um 800 svör við spurningunni og 73% aðspurða eru á móti saltnotkun til hálkuvarna, 25% svarenda eru því fylgjandi en 2% hafa ekki skoðun á málinu.  

Ný könnun hefur verið sett á vef Vikudags, þar sem spurt er um afstöðu fólks til nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.

Nýjast