Mikill áhugi fyrir byggingu blokkar fyrir heldri borgara

Yfir 100 manns sóttu fund þar sem kynnt voru áform um byggingu 25 til 30 íbúða fjölbýlishús fyrir el…
Yfir 100 manns sóttu fund þar sem kynnt voru áform um byggingu 25 til 30 íbúða fjölbýlishús fyrir eldri borgara á Akureyri.

Yfir 100 manns mættu á fund þar sem kynntar voru hugmyndir um að 25 til 30 íbúða blokk fyrir eldri borgara á Akureyri. Ásdís Árnadóttir er forsvarsmaður þess að byggð verði í bænum hentugt fjölbýlishús þar sem þeir sem komnir eru af léttasta skeiði geti keypt íbúð á gangverði.  Hún stofnaði hóp á facebook um málefnið og innan hans eru 140 manns

„Ég átti ekki von á að neinn kæmi, því fundurinn var haldinn með skömmum fyrirvara og lítið auglýstur, en það mættu yfir 100 manns. Það gekk listi á fundinum þar sem fólk sem hefur áhuga fyrir að kaupa íbúð í blokk fyrir eldri borgara var gefinn kostur á að skrifa sig og 31 lýsti yfir slíkum áhuga,“ segir Ásdís.

Hún segir að allar íbúðir í þeim fjölbýlishúsum sem fyrir eru á Akureyri fyrir þennan aldurhóp seljist strax og á yfirverði. Það vilji ekki allir taka þátt í slíkum leik, „fólk vill fá íbúðir á gangverð, íbúðir sem henta þessum aldurshóp, en því miður er mikill skortur á þeim um þessar mundir,“ segir Ásdís.

Hún segir mætingu á fundinn til marks um áhugann sem fyrir er á málinu. Enginn hópur en enn sem komið er á bak við þetta hjartans máls Ásdísar. Hún segir að því þýði ekki fyrir sig að sækja um lóð í Holtahverfi sem margir hafi augastað á undir fjölbýlishús af þessu tagi. Sú lóð er á Lundeyrartúninu svonefnda en frestur til að sækja um lóðir í hverfinu rennur út í dag. Byggingaverktakar geta sótt um segir Ásdís en ekki liggur enn fyrir hvort einhver þeirra hafi sótt um þá lóð sem hún hefur augastað á.

„Ég vona svo sannarlega að bæjarstjórn finni hentugan stað fyrir blokk fyrir heldri borgara bæjarins,“ segir hún.

/MÞÞ

Vikublaðið tók viðtal við Ásdísi í sumar þegar hún var ýta verkefninu af stað. Viðtalið má lesa HÉR


Athugasemdir

Nýjast