07. september, 2009 - 22:06
Fréttir
Á fundi stjórnar Akureyrarstofu nýlega var farið yfir þjónustu upplýsingamiðstöðvarinnar í sumar, reksturinn það sem af er
ári og stefnu til framtíðar. Mikil aukning varð á gestakomum í miðstöðina, í júlí komu að meðaltali 856 manns á
dag í samanburði við 678 gesti í júlí 2008.
Mikil ásókn var í gistingu og bílaleigubíla og á köflum reyndist erfitt að mæta öllum óskum um þá
þjónustu. Alls voru heimsóknir í júní, júlí og ágúst 55.953 sem er 19,8% aukning frá fyrra ári.