Markalaust í Eyjum

ÍBV og Þór/KA gerðu í dag markalaust jafntefli er liðin mættust á Hásteinsvelli í fyrsta leik tíundu umferðar Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Það skilur því enn eitt stig liðin að en ÍBV hefur nú 20 stig í þriðja sæti en Þór/KA 19 stig í fjórða sæti. Stjarnan er á toppi deildarinnar með 24 stig en Valur hefur 22 stig í öðru sæti. Tíunda umferð deildarinnar klárast á þriðjudaginn.

Nýjast