Margrét Blöndal maður Akureyrarsvæðisins 2008

Pollurinn, sem er óskipulagður hópur fólks á Akureyri sem hefur áhuga á stjórnmálum og samfélagsmálum, hefur valið Margréti Blöndal mann Akureyrarsvæðisins árið 2008.  Margrét fékk það erfiða verkefni á liðnu vori að breyta hátíðarhöldunum um verslunarmannahelgina á Akureyri sem einkennst höfðu af mikilli drykkju og sóðaskap undangengin ár.   

Henni tókst stórkostlega upp og var árangurinn glæsilegri en bjartsýnustu menn þorðu að vona.  Var helgin með gjörbreyttum brag og allir ánægðir bæði bæjarbúar og gestir. Í öðru sæti í valinu var Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri Lífeyrisjóðsins Stapa og í þriðja sæti var Rakel Hönnudóttir landsliðskona í knattspyrnu, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast