Fé verður smalað á öllu Norðurlandi í vikunni/mynd vma.is
Fé verður smalað á öllu Norðurlandi í vikunni. Margir nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri, fyrst og fremst þeir sem búa í sveitum á Norðurlandi, hafa fengið leyfi frá skólayfirvöldum til þess að fara til síns heima og taka þátt í að smala afréttarlönd en eins og fram hefur komið hefur göngum á Norðurlandi víðast hvar verið flýtt vegna slæmrar veðurspár á föstudag og laugardag. Þetta kemur fram á fréttasíðu skólans í morgun.
"Við höfum fúslega veitt þeim nemendum sem þess óska leyfi til þess að fara heim og taka þátt í göngum. Það er meira en sjálfsagt mál þegar svona stendur á. Þetta er kapphlaup við tímann og því er mikilvægt að allir geti lagt sitt af mörkum," segir Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðarskólameistari VMA.
Fjölmenni safnaðist saman á Akureyri fyrr í dag í góðu veðri til að taka þátt í kröfugöngu sem stéttarfélögin á Akureyri stóðu fyrir í tilefni af 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Einnig var góð mæting í kaffiveislu á skrifstofu stéttarfélaganna í Fjallabyggð, þar sem Ína Sif Stefánsdóttir, starfsmaður Einingar-Iðju, flutti ávarp.
Foreldrafélag Giljaskóla, Réttindaráð Giljaskóla og Skólaráð Giljaskóla hafa óskað eftir samtali við Fræðslu- og lýðheilsuráð sem og Umhverfis og mannvirkjasvið um skólalóð Giljaskóla.
Fjölmenni er á hátíðarhöldum verkalýðsfélagana á Húsavík en eins og venja er 1.mai er boðið í veglegt kaffisamsæti ásamt vönduðum tónlistarflutningi og kröftugum ræðum.
Hljómsveitin Klaufar sem spilar vandað kántrýpopp heldur í Norðurlands-túr 1. til 3. maí. Hljómsveitin spilar í fyrsta skipti á þeim magnaða tónleikastað Græna hattinum á Akureyri föstudaginn 2. maí.
Stéttarfélögin standa fyrir hátíðarhöldum 1. maí á Fosshótel Húsavík. Hátíðin hefst kl. 14:00. Boðið verður upp á veglegt kaffihlaðborð, hátíðarræður, auk þess sem heimamenn í bland við góða gesti munu sjá um að skemmta gestum með hreint út sagt mögnuðum tónlistaratriðum.
„Mín upplifun varð önnur en ég gerði fyrir fram ráð fyrir. Þetta var dálítið einkennileg upplifun,“ segir Rachael Lorna Johnstone lagaprófessor við Háskólann á Akureyri. Hún flytur erindi í stofu M-101 í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 2. maí þar sem hún segir frá dvöl sinni í Bandaríkjunum undanfarna mánuði.
Bæjarstjórn samþykkti 18. mars sl. að sá hluti Hafnarstrætis sem gengur jafnan undir heitinu „göngugatan“ verði lokaður frá 1. maí til 30. september eða í fimm mánuði. Þetta er umtalsvert lengri lokun en var síðasta sumar en þá var lokað í þrjá mánuði frá 3. júní til ágústloka.