Mammútar Íslandsmeistarar í krullu

Lið Mammúta. F.v. Jens Kristinn Gíslason, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Freyr Númason og Ragnar Jón Ra…
Lið Mammúta. F.v. Jens Kristinn Gíslason, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Freyr Númason og Ragnar Jón Ragnarsson. Á myndina vantar S

Mammútar eru Íslandsmeistarar í krullu eftir stórsigur gegn Fífunum í úrslitaleik, 11-0, í Skautahöllinni á Akureyri sl. helgi. Eins og tölur gefa til kynna höfðu Mammútar mikla yfirburði í leiknum og er liðið bæði deildar-og Íslandsmeistari árið 2012. Þetta er jafnframt í fjórða sinn sem Mammútar vinna Íslandsmeistaratitilinn. Fálkar tryggðu sér bronsið í öllu jafnari leik gegn Víkingum í leiknum um þriðja sætið, en Fálkar unnu 6-5.


Nýjast