Magni frá Grenivík hefur fengið fjóra nýja leikmenn til liðs við félagið fyrir átökin í sumar í 3. deild karla í knattspyrnu. Þetta eru þeir Liam Killa frá Wales, Sigþór Hafsteinn Baldursson frá Dalvík/Reyni, Ingvar Már Gíslason, aðstoðarþjálfari KA og fyrrum leikmaður liðsins, og Egill Daði Angantýrsson sem lék með Magna á árunum 2005 til 2009. Magni reiknar með styrkja sig ennfrekar fyrir sumarið og bæta við sig 2-3 leikmönnum.
Á myndinni má sjá Þorsteinn Þormóðsson (t.v.), formann Magna, Liam Killa, Sigþór Hafsteinn Baldursson, Egil Daða Angantýrsson, Ingvar Már Gíslason og Atla Már Rúnarsson þjálfara félagsins.
.