Eftir slæmt tap í síðasta deildarleik náði Magni góðum sigri á heimavelli gegn KS/Leiftri er liðin mættust á
Grenivíkurvelli sl. föstudag í 2. deild karla. Heimamenn í Magna komust í 3-0 í leiknum með mörkum frá þeim Ingvari Gíslasyni,
Halldóri Áskeli Stefánssyni og Kristjáni Páli Hannessyni. Gestirnir náðu að minnka muninn með mörkum frá þeim Ragnari Haukssyni
og Ragnari Adolf Árnasyni. Lokatölur, 3-2 sigur Magna. Eftir fjóra leiki er Magni kominn upp í 4. sæti deildarinnar með sjö stig.
Framsókn hefur tekið skýra og málefnalega afstöðu í umræðunni um veiðigjöld. Við styðjum heilshugar réttmæta kröfu samfélagsins um að sameiginleg sjávarauðlind þjóðarinnar skili arði sem gagnast samfélaginu öllu. Hins vegar skiptir máli hvernig það er gert. Óvönduð skattheimta getur skaðað atvinnulíf, dregið úr nýsköpun og veikt byggðir sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi.
Í heimi þar sem hraði breytinga og flókin samfélagsmál eru daglegt brauð, skiptir máli að staldra við og beina sjónum að því sem skiptir mestu máli: farsæld fólks. Ráðstefnan Sjónaukinn 2025, sem haldin verður við Háskólann á Akureyri dagana 19. og 20. maí, leitast við að varpa ljósi á fjölbreyttar leiðir til að efla samfélagslega velferð og vellíðan. Undirtónn ráðstefnunnar er skýr: Við höfum öll hlutverki að gegna – og með samvinnu getum við skapað samfélag þar sem enginn er skilinn eftir.
Í hádeginu í gær fór fram vel heppnaður Súpufundur atvinnulífsins á Múlabergi, Hótel KEA, þar sem stjórnendur um fimmtíu fyrirtækja og stofnana komu saman til að ræða framtíð atvinnulífsins á svæðinu.
Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) fór fram í Hofi á Akureyri þriðjudaginn 13. maí 2025. Þar voru kynntar niðurstöður fyrir rekstrarárið 2024. Þrátt fyrir áskoranir í rekstri varð þó mjög jákvæð þróun í starfsemi, þjónustu og mannauðsmálum sem gefur tilefni til bjartsýni fram veginn.
Margir biðu spenntir eftir því að Alþingi tæki til starfa eftir páskafrí þingmanna og ég var þeirra á meðal. Á dagskrá þingsins voru hugmyndir um að hækka talsvert skatta sem lagðir eru á sjávarútveginn umfram aðra atvinnuvegi. Mér fannst þetta áhugaverð hugmynd og hlakkaði til að hlusta á upplýsandi umræðu um auðlindir og auðlindanýtingu. Ég kom mér því notalega fyrir við sjónvarpsskjáinn áður en Silfrið byrjaði í sjónvarpi Ríkisútvarpsins fyrsta mánudag eftir frí þingmanna.
Fimm tilboð bárust í byggingu á nýrri steinsteyptri göngubrú í götustæði Borgarbrautar, auk stígagerðar að aðliggjandi stígum, uppsetningu á grjótkörfum, stoðveggjum og uppsetningu á lýsingu.
Upp er runninn síðasti kennsludagur þessarar vorannar 2025. Í mörg horn hefur verið að líta síðustu daga fyrir bæði kennara og nemendur enda þarf að ljúka við hin ýmsu verkefni og einnig eru próf í mörgum námsáföngum. Fram undan eru námsmatsdagar og punkturinn verður síðan settur yfir i-ið með brautskráningu í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 24. maí.