Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Ólafsfjarðarvegi við Krossa í fyrradag hét Hans Ágúst Guðmundsson Beck. Hann var 25 ára gamall og búsettur á Akureyri. Hans Ágúst lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.
Nýgerð myndlist er veigamikill hluti af menningarstarfsemi í Sigurhæðum og einn kjarna þáttur í að skapa frjótt samtal við menningararf staðarins og húsið Sigurhæðir
„Jólin eru stór hluti af starfinu okkar,“ segir Haraldur Þór Egilsson safnstjóri þegar hann lýsir aðventunni hjá Minjasafninu á Akureyri. Á hverju ári koma um eða yfir þúsund börn og kennarar í jólafræðslu sem hefur verið fastur liður í áratugi. Fræðslan fer fram bæði á Minjasafninu sjálfu, í Nonnahúsi og í Minjasafnskirkjunni og hefur fest sig rækilega í sessi sem mikilvægur hluti af jólaundirbúningi margra skóla.
Áramótabrenna Akureyringa, ein elsta og glaðlegasta hefð bæjarins, er nú staðfest fyrir gamlárskvöldið 2025. Hún verður haldin á sama stað og í fyrra, fyrir sunnan golfvöllinn á Jaðri, þar sem jólin mæta nýja árinu í logandi ljóma og hlýrri samkomu. Samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ verður kveikt í brennunni kl. 20:30 rétt eins og undanfarin ár, og allir eru velkomnir til að njóta þessarar hátíðlegu uppákomu.
Ari Svavarsson rifjar upp jólin á Akureyri og veltir fyrir sér um hvað hátíðirnar snúist í raun og veru
Það er margt sem breytist með aldrinum, en jólin fylgja manni í gegnum æviskeiðin í ýmsum myndum. Ari Svavarsson, listamaður, rifjar upp minningar liðinna jóla og heldur því fram að kjarninn hafi alltaf verið sá sami, þrátt fyrir aukna efnishyggju og kaupmannajól nútímans.
Frímann Sveinsson, oft kallaður Frímann kokkur, hefur komið víða við á sínum ferli og hefur alltaf nóg að gera. Líkt og viðurnefnið gefur til kynna, starfaði Frímann sem matreiðslumaður og þar lengst af á sjúkrahúsinu á Húsavík. Frímann er einnig lunkinn með pensilinn og hefur haldið fjöldann allan af myndlistarsýningumá Húsvík, Neskaupstað og Hafnarfirði. Gítarinn er aldrei langt undan hjá Frímanni og hann er duglegur að spila fyrir og skemmta íbúum Húsavíkur og nágrennis
Í Beykilundi á Akureyri stendur gríðarstórt jólatré. Tréð vekur mikla athygli á ári hverju. Það stendur í garðinum hjá Sævari Helgasyni sem passar að það sé vel skreytt.