Lögreglan á Akureyri fann fíkniefni við húsleit

Lögreglan á Akureyri framkvæmdi húsleit hjá karlmanni á þrítugsaldri sl. laugardagskvöld. Hjá honum fundust 70 grömm af kannabisefnum og tæki og tól til fíkniefnaneyslu. Var maðurinn handtekinn ásamt tveimur konum sem voru hjá honum í íbúðinni. Voru þau vistuð í fangageymslu en síðan sleppt að loknum yfirheyrslum.  

Alls komu fjögur fíkniefnamál til kasta lögreglunnar á Akureyri um s.l. helgi þar sem hald var lagt á annað hundra grömm af fíkniefnum auk stera. Auk þess voru þrír ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 þar sem koma má á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.

Nýjast