Alls komu fjögur fíkniefnamál til kasta lögreglunnar á Akureyri um s.l. helgi þar sem hald var lagt á annað hundra grömm af fíkniefnum auk stera. Auk þess voru þrír ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 þar sem koma má á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.