Þemað er eitthvað sem hentar bæði gestum og íbúum bæjarins en það snýst um að taka ljósmynd sem lýsir þeirri
notalegu stemningu sem Akureyri er þekkt fyrir og gerir það að verkum að fólk vill gjarnan njóta lífsins einmitt á Akureyri. Þeir sem
telja sig hafa náð einmitt þessari mynd á Akureyrarvöku eru hvattir til að senda (hámark 2 myndir) á netfangið ljosmynd@akureyri.is og er myndin ætluð til notkunar í kynningarefni fyrir bæinn.
Pedromyndir munu verðlauna sigurvegarann.
Ljósmyndir skipa einmitt stóran sess á Akureyrarvöku þetta árið með opnunum eftirfarandi ljósmyndasýninga:
* Í Listasafninu á Akureyri opnar sýningin Úrvalið: Íslenskar ljósmyndir 1866-2009. Sýningarstjóri er Einar Falur
Ingólfsson.
* Á Glerártorgi opnar sýningin Friður fyrir komandi kynslóðir. Sýningin er sögu- og ljósmyndasýning með áherslu
á mannleg gildi og hetjulega baráttu þeirra Mahatma Gandhis, Martins Luthers King og Daisaku Ikedas fyrir betri heimi.
* Í Ketilhúsinu opnar sýningin Kreppa og kærleikur - Nýir Íslendingar í nýju landi og hluti þeirrar sýningar eru
ljósmyndir Henriks Saxgren.
* Á Glerártorgi opnar einnig sýning krakka úr Vinnuskólanum á Akureyri þar sem ásýnd Akureyrar í augum ungmenni er
þemað.