25. september, 2009 - 13:41
Fréttir
Lið Akureyrar í spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari, mætir liði Borgarbyggðar annað kvöld, laugardagskvöldið 26. september, í
beinni útsendingu Sjónvarpsins. Fyrir hönd Akureyringa keppa að þessu sinni þau Erlingur Sigurðarson, Hilda Jana Gísladóttir og Pálmi
Óskarsson. Lið Borgarbyggðar skipa Heiðar Lind Hansson, Hjördís H. Hjartardóttir og Stefán Einar Stefánsson.
Fyrsti þáttur Útsvars um síðustu helgi fór kröftuglega af stað og lá við handalögmálum strax í fyrstu
bjölluspurningu svo mikill var keppnisandinn. Norðurþing hafði þó betur á endanum eftir jafna og góða keppni. Stigastaðan var þó
í hærra lagi svo Reykjanesbær á enn möguleika á að komast áfram í aðra umferð þar sem 4 stigahæstu liðin munu
komast í 16 liða úrslit. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.