Þorgeir Tryggvason ríður á vaðið í Lesandanum og segir okkur frá uppáhalds bókunum sínum.
Húsvíkingurinn Þorgeir Tryggvason er Lesandi vikunnar. Þorgeir starfar sem hugmynda- og textasmiður hjá Hvíta húsinu, hann hefur um langt skeið verið fastur álitsgjafi í Kiljunni. Þá hefur hann líka fengist við önnur ritstörf, einkum leikritun, sem og tónsmíðar og tónlistarflutning en hann er í hljómsveitinni Ljótu Hálfvitarnir.
Uppáhalds bók eftir erlendan höfund?
Hamlet – William Shakespeare
Hristir upp í hausnum á manni, bæði vitsmunum og tilfinningum, á einstakan hátt. Merkilegasta skáldverk allra tíma.
Uppáhalds bók eftir íslenskan höfund?
Salka Valka – Halldór Laxness
Besta skáldsaga Halldórs. Það var opinberun að lesa Sölku í fyrsta sinn fyrir nokkrum vikum. Hélt alltaf að ég hefði lesið hana, en það reyndist vera Gugga frænka og uppfærsla LH 1984 sem sat svona fast í minninu.
Fyndnasta bókin?
Enginn venjulegur lesandi – Alan Bennett
Elísabet Englandsdrottning villist inn i bókabíl og ánetjast lestri með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir hið sameinaða konungsveldi. Stórkostleg skemmtun eftir besta son Leeds-borgar utan Elland Road.
Sorglegasta bókin?
Pobby og Dingan – Ben Rice
Alltof fáir þekkja þessa litlu áströlsku perlu um litla stúlku og ósýnilegu vini hennar.
Besta spennu/hrollvekju bókin?
The Stand – Stephen King
Ég er einarður King-aðdáandi og þessi ofvaxna heimsendalýsing er engu lík. Í krimmum er það svo Robert B. Parker.
Besta barnabókin?
Ottó nashyrningur – Ole Lund Kierkegaard
Ole Lund kom með pönkið inn í skandinavíska barnabókaheiminn og skákar þannig Saltkráku Astridar og Örlaganótt Tove. Meira pönk!
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?
Síðustu dagar Sókratesar – Platón
Ástæða þess að ég hætti við að læra efnafræði og fara frekar í heimspeki með ómældum afleiðingum fyrir allt mitt líf. Hún er örugglega enn til á bókasafninu – lesið hana ef þið þorið.
Ef þú myndir skrifa bók, hvernig bók yrði það?
Þættir af einkennilegum Húsvíkingum
Íslenski sagnaþátturinn, það sem stundum er kallað „þjóðlegur fróðleikur“ er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann er líka í útrýmingarhættu, svo ætli ég myndi ekki reyna að feta í fótspor Sverris Kristjánssonar, Magnúsar frá Syðra-Hóli og annarra genginna snillinga formsins.
Það verður glaumur og gleði, gott rjúkandi ketilkaffi og nánast ómótstæðilegt skógarkakó, jólasveinar og heil hljómsveit á hinni árlegu jólatrésskemmtun Skógræktarfélags Eyfirðinga, karamellu og köngul sem haldin verður í Kjarnaskógi á morgun sunnudaginn 21. des kl 15:45 til 17:00.
Fyrir marga snúast jólin um að vera með fjölskyldu, borða góðan mat og opna pakka en jólin eru þó ekki eins hjá öllum. Kristjana Freydís Stefánsdóttir, nemi í HA og lögreglumaður á Akureyri, var einmitt með öðruvísi jól í fyrra en þá var hún á kvöldvakt hjá Lögreglunni á Akureyri og ætlar að endurtaka leikinn í ár.
Síðastliðið sumar reis múmínhús í Ævintýralundinum í Kjarnaskógi. Ungir og aldnir glöddust en stormur í vatnsglasi brast á og kvittur um ólögmæti framkvæmda, brot á höfundarrétti, fyrirhugaðar málsóknir rétthafa osfrv barst út, kyntur upp af virðulegum fjölmiðli úr borginni á smelluveiðum.
Hildur Eir Bolladottir prestur við Akureyrarkirkju segir frá þvi í dag að skemmtilegt verkefni sé farið í gang í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og allt sem vanti núna séu fleiri hagar hendur
Sunna Björgvinsdóttir og Unnar Hafberg Rúnarsson hafa verið valin íshokkífólk ársins 2025 af Íshokkísambandi Íslands. Bæði tvö koma frá Skautafélagi Akureyrar, Unnar er leikmaður SA Víkinga en Sunna spilar með Södertalje SK í Svíþjóð.
Samkvæmt mælaborði Vinnumálastofnunnar er augljóst að atvinnuleysi fer mjög vaxandi á svæðinu. Hér að ofan má sjá stöðuna í nóvember í Norðurþingi en 138 einstaklingar eru þar á atvinnuleysiskrá. Ekki hafa fleiri verið skráðir atvinnulausir í Norðurþingi síðan í Covid-19 faraldrinum. Áberandi er hversu stór hluti atvinnulausra í Norðurþingi koma úr iðnaði. Það kemur auðvitað ekki á óvart vegna lokunnar PCC.