Þorgeir Tryggvason ríður á vaðið í Lesandanum og segir okkur frá uppáhalds bókunum sínum.
Húsvíkingurinn Þorgeir Tryggvason er Lesandi vikunnar. Þorgeir starfar sem hugmynda- og textasmiður hjá Hvíta húsinu, hann hefur um langt skeið verið fastur álitsgjafi í Kiljunni. Þá hefur hann líka fengist við önnur ritstörf, einkum leikritun, sem og tónsmíðar og tónlistarflutning en hann er í hljómsveitinni Ljótu Hálfvitarnir.
Uppáhalds bók eftir erlendan höfund?
Hamlet – William Shakespeare
Hristir upp í hausnum á manni, bæði vitsmunum og tilfinningum, á einstakan hátt. Merkilegasta skáldverk allra tíma.
Uppáhalds bók eftir íslenskan höfund?
Salka Valka – Halldór Laxness
Besta skáldsaga Halldórs. Það var opinberun að lesa Sölku í fyrsta sinn fyrir nokkrum vikum. Hélt alltaf að ég hefði lesið hana, en það reyndist vera Gugga frænka og uppfærsla LH 1984 sem sat svona fast í minninu.
Fyndnasta bókin?
Enginn venjulegur lesandi – Alan Bennett
Elísabet Englandsdrottning villist inn i bókabíl og ánetjast lestri með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir hið sameinaða konungsveldi. Stórkostleg skemmtun eftir besta son Leeds-borgar utan Elland Road.
Sorglegasta bókin?
Pobby og Dingan – Ben Rice
Alltof fáir þekkja þessa litlu áströlsku perlu um litla stúlku og ósýnilegu vini hennar.
Besta spennu/hrollvekju bókin?
The Stand – Stephen King
Ég er einarður King-aðdáandi og þessi ofvaxna heimsendalýsing er engu lík. Í krimmum er það svo Robert B. Parker.
Besta barnabókin?
Ottó nashyrningur – Ole Lund Kierkegaard
Ole Lund kom með pönkið inn í skandinavíska barnabókaheiminn og skákar þannig Saltkráku Astridar og Örlaganótt Tove. Meira pönk!
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?
Síðustu dagar Sókratesar – Platón
Ástæða þess að ég hætti við að læra efnafræði og fara frekar í heimspeki með ómældum afleiðingum fyrir allt mitt líf. Hún er örugglega enn til á bókasafninu – lesið hana ef þið þorið.
Ef þú myndir skrifa bók, hvernig bók yrði það?
Þættir af einkennilegum Húsvíkingum
Íslenski sagnaþátturinn, það sem stundum er kallað „þjóðlegur fróðleikur“ er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann er líka í útrýmingarhættu, svo ætli ég myndi ekki reyna að feta í fótspor Sverris Kristjánssonar, Magnúsar frá Syðra-Hóli og annarra genginna snillinga formsins.
„Okkur fannst vinnan við ferðaskrifstofuna skemmtilegt og áhugavert verkefni,“ skrifa þeir Johan Jörundur Rask í 6. bekk og Patrekur Ingólfsson, 9. bekk Hríseyjarskóla, en nemendur í 6.-9. bekk skólans bjuggu til ferðaskrifstofu á dögunum í tengslum við þema sem var sjálfbærni og landafræði. Einnig héldu þeir nafna- og merkjasamkeppni.
Í vikunni eftir að Hringborð Norðurslóða (e. Arctic Circle Assembly) fer fram í Reykjavík dagana 16.–18. október verður 18. málþingið um heimskautarétt haldið í Nuuk á Grænlandi 22.–24. október. Málþingið er skipulagt af Háskólanum á Akureyri og Ilisimatusarfik (Háskólanum á Grænlandi).
„Þetta hefur verið allra stærsta árið okkar hjá Golfklúbbi Akureyrar hingað til. Félagsmönnum hefur fjölgað umtalsvert og aðsókn var mjög góð, mikil aukning á milli ára,“ segir Steindór Ragnarsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar. Haustið hefur verið milt og gott og margir kylfingar hafa nýtt sér veðurblíðuna og eru enn að. Mikið líf er á Jaðarsvelli allt árið um kring.
Þriðjudaginn 21. október kl. 16.15 heldur Jón Haukur Unnarsson, tónlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Mannfólkið breytist í slím. Aðgangur er ókeypis.
„Á þessum tímapunkti get ég ekki samþykkt gjaldskrá leikskóla nema að undangenginni könnun á viðhorfi foreldra til þeirra breytinga sem gerðar voru þegar sex tíma dvöl varð gjaldfrjáls,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi B-lista.
Jón Sigurðsson stjórnarformaður Samherja hf. hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hann var forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar í 26 ár og hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga, bæði hér á landi og erlendis.
Heilbrigðisteymi Skautafélags Akureyrar var eitt fjögurra íþrótta- og ungmennafélaga sem hlutu Hvatningarverðlaun UMFÍ á Sambandsþingi þess um liðna helgi. Segir í umsögn að framlag teymisins til öryggis og velferðar iðkenda og gesta i Skautahöllinni á Akureyri sé ómetanlegt.
Ítalski gítarleikarinn Simone Salvatori kemur fram á tónleikum í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri á sunnudag, 19. október og hefjast þeir klukkan16. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar-Hvítar Súlur.