Þorgeir Tryggvason ríður á vaðið í Lesandanum og segir okkur frá uppáhalds bókunum sínum.
Húsvíkingurinn Þorgeir Tryggvason er Lesandi vikunnar. Þorgeir starfar sem hugmynda- og textasmiður hjá Hvíta húsinu, hann hefur um langt skeið verið fastur álitsgjafi í Kiljunni. Þá hefur hann líka fengist við önnur ritstörf, einkum leikritun, sem og tónsmíðar og tónlistarflutning en hann er í hljómsveitinni Ljótu Hálfvitarnir.
Uppáhalds bók eftir erlendan höfund?
Hamlet – William Shakespeare
Hristir upp í hausnum á manni, bæði vitsmunum og tilfinningum, á einstakan hátt. Merkilegasta skáldverk allra tíma.
Uppáhalds bók eftir íslenskan höfund?
Salka Valka – Halldór Laxness
Besta skáldsaga Halldórs. Það var opinberun að lesa Sölku í fyrsta sinn fyrir nokkrum vikum. Hélt alltaf að ég hefði lesið hana, en það reyndist vera Gugga frænka og uppfærsla LH 1984 sem sat svona fast í minninu.
Fyndnasta bókin?
Enginn venjulegur lesandi – Alan Bennett
Elísabet Englandsdrottning villist inn i bókabíl og ánetjast lestri með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir hið sameinaða konungsveldi. Stórkostleg skemmtun eftir besta son Leeds-borgar utan Elland Road.
Sorglegasta bókin?
Pobby og Dingan – Ben Rice
Alltof fáir þekkja þessa litlu áströlsku perlu um litla stúlku og ósýnilegu vini hennar.
Besta spennu/hrollvekju bókin?
The Stand – Stephen King
Ég er einarður King-aðdáandi og þessi ofvaxna heimsendalýsing er engu lík. Í krimmum er það svo Robert B. Parker.
Besta barnabókin?
Ottó nashyrningur – Ole Lund Kierkegaard
Ole Lund kom með pönkið inn í skandinavíska barnabókaheiminn og skákar þannig Saltkráku Astridar og Örlaganótt Tove. Meira pönk!
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?
Síðustu dagar Sókratesar – Platón
Ástæða þess að ég hætti við að læra efnafræði og fara frekar í heimspeki með ómældum afleiðingum fyrir allt mitt líf. Hún er örugglega enn til á bókasafninu – lesið hana ef þið þorið.
Ef þú myndir skrifa bók, hvernig bók yrði það?
Þættir af einkennilegum Húsvíkingum
Íslenski sagnaþátturinn, það sem stundum er kallað „þjóðlegur fróðleikur“ er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann er líka í útrýmingarhættu, svo ætli ég myndi ekki reyna að feta í fótspor Sverris Kristjánssonar, Magnúsar frá Syðra-Hóli og annarra genginna snillinga formsins.
Hjá bókaútgáfunni Hólum er komin út bókin Með frelsi í faxins hvin - Riðið í strauminn með Hermanni Árnasyni .
Bókin segir frá Hermanni Árnasyni frá Vík og Hvolsvelli sem hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini.
Akureyrarbær hlaut á dögunum styrk að upphæð kr. 1,9 m.kr. úr uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra til verkefnis sem kallast „Velkomin til Akureyrar“. Það snýst um stuðla að samstarfi fyrirtækja og stofnana um hvernig megi best taka á móti starfsfólki sem er af erlendu bergi brotið. Samstarfsaðilar verkefnisins eru ásamt Akureyrarbæ, SÍMEY, Sjúkrahúsið á Akureyri, Kjarnafæði Norðlenska og Bílaleiga Akureyrar.
Norðurþing og Heidelberg hafa undirritað viljayfirlýsingu í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Um er að ræða verkefni þar sem móberg er þurrkað og unnið sem íblendiefni í sementsframleiðslu en Heidelberg kannar nú möguleika á staðsetningu slíkrar framleiðslu á Bakka. Félagið er með rannsóknarleyfi til að kanna efnisöflun á svæðinu ofan Bakka og í Grísatungufjöllum. Jafnframt hefur félagið áhuga á að kanna nánar efnisgæði á söndunum við Jökulsá á Fjöllum.
Þessi rúmlega miðaldra sem þetta skrifar birti grein fyrir réttu ári um að vera búin að fá upp í kok af jólunum. Greinin var skrifuð beint frá hjartanu en það sem var áhugaverðast, voru viðbrögðin sem ég fékk vegna hennar.
Mikillar óánægju gætir á meðal forsvarsmanna bílaleiga á Íslandi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar sem taka eiga gildi um næstu áramót. Að sögn Steingríms Birgissonar verður höggið fyrir Höld-Bílaleigu Akureyrar afar þungt og er fyrirtækið nú þegar farið að búa sig undir álögur upp á nokkur hundruð milljónir sem vel væri hægt að koma í veg fyrir með samtali á milli greinarinnar og ráðherra.
Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að úthluta 50 milljónum króna til sex verkefna sem styðja við markmið byggðaáætlunar stjórnvalda um eflingu fjarheilbrigðisþjónustu. Verkefnin fá styrk til þróunar og innleiðingar fjölbreyttra lausna sem auka aðgengi landsmanna að sérfræðiþjónustu, óháð búsetu.
Martin Michael þýski athafnamaðurinn sem hyggst endirreisa Niceair og fljúga á milli Akureyar og Kaupmannahafnar boðaði til fundar í dag á Flugsafni Íslands þar sem hann fór yfir stöðu mála.
Það var ánægjulegt að taka á móti gestum í Messanum hjá DriftEA þegar Arctic Therapeutics opnaði formlega nýja, klínískt vottaða rannsóknastofu á Akureyri síðasta fimmtudag. Viðburðurinn markaði stóran áfanga í uppbyggingu lífvísinda og heilbrigðistækni á Norðurlandi.