Legudeild á SAk í sóttkví eftir smit

Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd úr safni.
Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd úr safni.
Tuttugu sjúklingar og sjö starfsmenn eru í sóttkví eftir að smit kom upp á legudeild Sjúkrahússins á Akureyri í gær. Smitið virðist ekki hafa dreifst sér því allur hópurinn var skimaður í gær þar sem allir reyndust neikvæðir. Frá þessu er greint á vef Rúv. 
 

Smitið greindist hjá starfsmanni á legudeild sjúkrahússins í gær þar sem 20 sjúklingar liggja inni. Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir í samtali við Rúv að deildinni hafi verið lokað um leið og smitið kom upp. Hingað til hafa öll þau sýni sem hafa verið tekin verið neikvæð. 


Athugasemdir

Nýjast