Langþráður skeljasandur skilar sér til hafnar.

Uppskipun í fullum gangi  Mynd BSE
Uppskipun í fullum gangi Mynd BSE

Skollans langri bið eftir skeljasandi lokið. 1250 tonnum landað í s.l. viku á Dalvík og Krossanesi og farmi ekið til 24 bænda til kölkunar við jarðvinnslu eða á tún.

Auk þess fengu bændur í S-Þing. rúm 900 tonn og 340 tonn eru á leið til Reyðarfjarðar sem fer upp á Hérað. Mikilvægt er til að tryggja góð vaxtarskilyrði plantna með réttu sýrustigi jarðvegs þar sem ódýrasta leiðin er að nota skeljasand til kölkunar.

Frá þessu segir orðrétt á Fb síðu Búnaðarsambands  Eyjafjarðar.

Nýjast