Lagt til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi Dalsbrautar verði auglýst
Meirihluti skipulagsnefndar Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni, að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi
Dalsbrautar verði auglýst. Auður Jónasdóttir V-lista lét bóka á fundinum að hún greiddi atkvæði gegn tillögunni og
ítrekaði þá skoðun sína að framkvæmdin sé ótímabær.
Skipulagsstjóri f.h. vinnuhóps vegna skipulags og hönnunar Dalsbrautar og nágrennis, lagði fram tillögu að deiliskipulagi og greinargerð um fyrirhugaða Dalsbraut á fundi skipulagsnefndar. Einnig fylgdi með húsakönnun ásamt skipulagslýsingu. Ómar Ívarsson frá X2 hönnun - skipulagi ehf. kom á fundinn og kynnti deiliskipulagstillöguna. Um er að ræða lagningu Dalsbrautar frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut og er stefnt að því að bjóða verkið út í byrjun næsta árs.