L-listinn ekki rætt við Guðmund eða aðra um framboð til Alþingis

Geir Kristinn Aðalsteinsson oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar Akureyrar segir að það sé ekkert til í þeim sögusögnum að fulltrúar L-listans hafi rætt við Guðmund Steingrímsson eða aðra varðandi framboð til Alþingis. "Við höldum því bara áfram að einbeita okkur að Akureyri og Akureyringum," sagði Geir.  

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær, að áhugi væri á frjálslyndu framboði á landsvísu og að rætt hafi verið  við fjölmarga um allt land um að taka þátt í slíku framboði. Guðmundur upplýsti að hann undirbúi nýtt frjálslynt framboð á landsvísu fyrir næstu þingkosningar ásamt, meðal annarra, aðstandendum Besta flokksins. En það eru mun fleiri sem komið hafa að þeirri vinnu, segir Guðmundur, meðal annars fulltrúar staðbundinna, óháðra framboða í fjölmörgum sveitarfélögum. Í frétt RÚV kom einnig fram að fréttastofan hefði heimildir fyrir því að rætt verið við fulltrúa L-listans á Akureyri og Kópavogslistans.

Nýjast