Á kjörskrá við lok kjörfundar voru 3.949 manns. Atkvæði greiddu 2.041 og er það 51,7 % kosningaþátttaka. Auðir og ógildir seðlar voru 41. Tíu manns buðu sig fram í prófkjörinu og kosið var um 6 efstu sætin.
Niðurstöður eru eftirfarandi::
1. í fyrsta sæti Kristján Þór Júlíusson með 1477 atkvæði
2. (í 1.-2. sæti) Tryggvi Þór Herbertsson með 971 atkvæði
3. (í 1.-3. sæti) Arnbjörg Sveinsdóttir með 868 atkvæði
4. (í 1.-4. sæti) Björn Ingimarsson með 816 atkvæði
5. (í 1.-5. sæti) Soffía Lárusdóttir með 999 atkvæði
6. (í 1.-6. sæti) Anna Guðný Guðmundsdóttir með 1220 atkvæði