16. júlí, 2009 - 18:31
Fréttir
Fimm norskar stúlkur, sem kalla sig Norwegian Cornett & Sacbuts, halda tónleika í Akureyrarkirkju í kvöld, fimmtudaginn 16. júlí, kl. 20.00.
Stúlkurnar flytja konunglega tónlist sem leikin var við hirð Kristjáns fjórða, Noregs- og Danakonungs á 17. öld. Þær leika á
hljóðfæri frá þessum tíma, trompet, básúnur, zink og ýmis önnur málmblásturshljóðfæri ásamt
trommum.
Þær hafa hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir leik sinn og mikla umfjöllun í Noregi og eru nú á tónleikaferð um Norðurlöndin.
Alls halda þær 15 tónleika en aðeins tvenna á Norðurlandi, en seinni tónleikarnir norðan heiða verða í Skútustaðakirkju í
Mývatnssveit sunnudaginn 19. júlí kl. 21.00. Aðgangur er ókeypis og óhætt að mæla með þessum óvenjulega
tónlistarviðburði.