Kevin Keegan sagði að Ísland muni vinna EM

Kevin Keegan kom fram á ráðstefnunni Business and Football í morgun.
Kevin Keegan kom fram á ráðstefnunni Business and Football í morgun.

Kevin Keegan er á meðal sérfræðinga á ráðstefnunni Business and Football  sem stendur nú yfir í Hörpu.

Keegan ræddi m.a. um leiðtogahæfni og sagði að á tíma sínum hjá Liverpool hefðu leikmenn ekki lært fótbolta. Þeir hefðu lært á lífið.

Keegan spilaði á ferli sínum meðal annars með Hamburg í Þýskalandi, Liverpool, Southampton og landsliði Englands. Þeim liðum sem gekk vel áttu eitt sameiginlegt. Það voru ekki einn eða tveir leiðtogar í liðinu heldur fjórir eða fimm. Góður leiðtogi segir ekki hvað á að gera, heldur sýni það.

Keegan Sló mikið á létta strengi í ræðu sinni, sagði svo að hann væri viss um að Ísland myndi vinna EM í Frakklandi í sumar, en þar var honum eflaust fúlasta alvara. Hann vísaði til ótrúlegs ævintýris Dana árið 1992 og Grikkja 2004. Tólf ár hefðu liðið á milli og aftur væru liðin tólf ár.

„Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna," sagði hann. /epe

Meðal þátttakenda á ráðstefnunni eru:

  • Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik
  • Grímur Sæmundsen forstjóri Blue Lagoon Iceland
  • Kevin Keegan fyrrum leikmaður Liverpool FC og þjálfari Englands
  • Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent í leiðtogafræðum við Háskóli Íslands
  • David Moyes fyrrum þjálfari Manchester United og Everton
  • Andri Þór Gudmundsson forstjóri Ölgerðin Egill Skallagrímsson
  • Ramón Calderón fyrrum forseti Real Madrid C.F.
  • Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
  • Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
  • Chris Coleman landsliðsþjálfari Football Association Of Wales
  • Halla Tomasdottir, rekstrarhagfræðingur og forsetaframbjóðandi
  • Ari Kristinn Jonsson Rektor Reykjavik University
  • Hafrún Kristjánsdóttir Sálfræðingur
  • Una Steinsdóttir Framkvæmdastjóri Íslandsbanki
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs hjá SA
  • Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu

Nýjast