KEA úthlutar styrkjum úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Nítján einstaklingar og félagasamtök tóku á móti styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA í gær. Það var Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA sem afhenti styrkina. Úthlutað var úr flokki almennra styrkja og þátttökuverkefna samtals að upphæð 4,3 milljónir króna.   

Fram kom í máli Halldórs að auglýst hafi verið eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum í nóvember sl. og bárust 114 styrkumsóknir, 75 umsóknir í flokki almennra umsókna og 39 umsóknir um þátttökuverkefni.  Fjórtán aðilar hlutu almennan styrk, hver að upphæð 150 þúsund krónur og 5 aðilar hlutu þátttökustyrk, en til úthlutunar í þeim flokki voru 2,2 milljónir króna.

Flokkur almennra styrkja. Hver styrkur kr. 150.000,-. Eftirtaldir fengu úthlutun:  

  • Ólafur Kárason, vegna síldartónleika á Siglufirði 2009
  • Myndlistarfélagið, félag myndlistarmanna á Akureyri
  • Listalíf/Gísli Sigurgeirsson, vegna bókar og heimildarmyndar um sr. Pétur Þórarinsson
  • Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls, til tónleikahalds
  • Litla ljóðahátíðin, til að halda ljóðahátíð- Populus Tremula
  • Útgerðarminjasafnið á Grenivík, til að koma upp sýningu um línuútgerð
  • Jassklúbbur Ólafsfjarðar, til að halda tónleikahátíð í Ólafsfirði
  • Ferðafélag Akureyrar og Ferðafélagið Hörgur, vegna gerðar gönguleiðakorts af Tröllaskaga
  • Stúlknakór Akureyrarkirkju, til að gefa út geisladisk
  • Karlakór Dalvíkur, vegna tónleikahalds
  • Bjarni E. Guðleifsson , vegna útgáfu bókarinnar „Á fjallatindum"
  • Davíð Hjálmar Haraldsson, vegna útgáfu ljóðabókar
  • Urðarkirkja Svarfaðardal, vegna endurbyggingar á kirkjunni
  • Brynjar Halldórsson, til útgáfu bókarinnar „Ættir Þingeyinga"

Eftirtaldir hlutu styrk úr flokki þátttökuverkefna:

  • Zophonías Jónmundsson, til endurbyggingar á fjallaskálanum á Heljardalsheiði - kr. 150.000.
  • Íþróttafélagið KA, til að bjóða atvinnulausu fólki upp á íþróttir og afþreyingu - kr. 500.000.
  • Amtmannssetrið á Möðruvöllum, til uppbyggingar setursins - kr. 700.000.
  • Gestur Einar Jónasson, til að gera sjónvarpsmynd um líf og starf á Akureyrarflugvelli - kr. 150.000.
  • Náttúrusetrið á Húsabakka, vegna stofnunar setursins - kr. 700.000.

Nýjast