Karlmaður dæmdur fyrir kynferðisbrot
Tvítugur karlmaður var í vikunni dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir
kynferðisbrot gegn stúlku. Hefur maðurinn haft ítrekað samræði við hana frá því um mitt árið 2010 á heimili sínu
og hennar, en hann var 19 ára og hún 13 ára þegar brotin hófust.
Fram kemur í dómi að þau hafi verið par á þeim tíma sem brotin áttu sér stað og séu enn. Með athæfinu hefur ákærði brotið gegn hegningarlögum en kynferðislegur lágmarksaldur er miðaður við fimmtán ár. Refsilágmark vegna brota gegn nefndri málsgrein er eins árs fangelsi. Ákærði er dæmdur til að greiða allan sakarkostnað upp á 426.906 krónur.