Íþróttaráð vill styrkja Nökkva til kaupa á nýjum björgunarbáti

Á síðasta fundi íþróttaráðs Akureyrarbæjar var tekið fyrir erindi Siglingaklúbbsins Nökkva þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.000.000 til kaupa á nýjum björgunarbáti fyrir starfsemi félagsins við Höepfnersbryggju. Íþróttaráð telur nauðsynlegt að bæta öryggismál Siglingaklúbbsins Nökkva og samþykkti fyrir sitt leyti styrk að upphæð kr. 1.000.000 til verkefnisins. Íþróttaráð vísaði erindinu til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

Nýjast