Íbúafundur um deiliskipulag væntanlegrar Dalsbrautar
Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa boðað til íbúafundar á fimmtudagskvöld, 8. september, vegna deiliskipulagsins "Dalsbraut frá
Þingvallastræti að Miðhúsabraut". Fundurinn verður í Lundarskóla og hefst kl. 20.30. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta
á fundinn og kynna sér skipulagið sem ennþá er á vinnslustigi.
Á fundinum gerir Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi og formaður vinnuhóps um skipulag Dalsbrautar, grein fyrir núverandi stöðu skipulagsins. Ómar Ívarsson frá X2 hönnun-skipulagi kynnir tillögu að skipulagi Dalsbrautar og tengsl við nærliggjandi svæði og Kristinn Magnússon frá Verkfræðistofu Norðurlands kynnir veghönnun Dalsbrautar. Að loknum framsögum verða opnar umræður og fyrirspurnir.