Auglýstur hefur verið íbúafundur á Kópaskeri á morgun, miðvikudaginn 27. apríl. Það er verkefnið “Öxarfjörður í sókn” sem býður til þessa upplýsinga- og umræðufundar í Skólahúsinu á Kópaskeri og stendur fundurinn frá kl. 17:00 til 19:00.
Á dagskrá fundarins eru: Drög að framtíðarsýn og markmiðum verkefnisins. Næstu skref. Og önnur mál.
Allir eru hvattir til að mæta og kynna sér málin. Kaffi verður að sjálfsögðu á könnunni. JS