27. júlí, 2009 - 14:08
Fréttir
Hljómsveitin Hvanndalsbræður mun senda frá sér nýtt lag á miðvikudaginn 29. júlí nk sem ber heitið "Vinkona" . Lala.., lagið sem
bandið sendi frá sér í byrjun sumars, hefur fengið gríðalega góð viðbrögð landsmanna og situr sem stendur í 5. sæti
á Tonlist.is, 6. sæti á Fm 957 lista, 9. sæti á lista Rásar 2 og í 4. sæti sem mest spilaða lagið á landinu í dag,
samkvæmt Tónlistanum. Lagið sat í öðru sæti þar í síðustu viku.
Hvanndalsbræður verða mikið á ferðinni á næstunni og halda tónleika á:
Græna Hattinum fimmtud. 30. júlí kl 21:00
Mælifelli Sauðárkróki föstud. 31.júlí kl 23.30
Borgarfjörður Eystri sunnud. 02.ágúst kl 21:30
Víkurröst Dalvík miðvikud. 5.ágúst kl 21:00
Græni Hatturinn laugard. 8. ágúst kl 21:00
Valaskjálf Egilsstöðum föstud. 21. ágúst kl 22:00