24. mars, 2009 - 13:30
Fréttir
Stefnt er að því að hátíðin "Ein með öllu" verði haldin um verslunarmannahelgina og hefur undirbúningshópur tekið upp
þráðinn frá síðasta ári. Vonir standa til að undirbúningur undir Landsmót ungmennafélaganna í júlí nk. muni
að einhverju leyti nýstast sem undirbúningur fyrir verslunarmannahelgina.
Málið var til umfjöllunar á síðasta fundi stjórnar Akureyrarstorfu. Þar kom fram að umfang hátíðarinnar muni ráðast
af því hvernig fjáröflun gengur, en ljóst sé að Akureyrarbær muni leggja minna fé til hennar en á síðasta ári. Fram
kom að vel horfir með önnur hátíðarhöld s.s. Listasumar og Akureyrarvöku.