Handverkshátíðin að hefjast
Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla verður opnuð í dag föstudaginn 5. ágúst kl. 12.00. Hátíðin er sannkölluð
fjölskylduhátíð þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Hundrað sýnendur sýna handverk sitt og hönnun þar sem
rammíslenskt hráefni er áberandi.
Félag ungra bænda á Norðurlandi stendur fyrir dráttarvélaþraut á sunnudeginum þar sem m.a. má sjá Eirík Björn Björgvinsson bæjarstjóra Akureyrar og Jónas Vigfússon sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar etja kapp sín á milli. HRFÍ á Norðurlandi veður með kynningu á svæðinu. Skemmtileg dagskrá og fjölbreytt handverk og hönnum í Eyjafirði dagana 5.-8. ágúst, opið 12-19.