Halda verður úti góðri þjónustu við börn og ungmenni

Skólanefnd ræddi á fundi sínum nýlega um fjárhagslega stöðu Akureyrarbæjar m.v. þriggja ára áætlun eins og hún liggur fyrir. Farið var yfir hugmyndir um lækkun launakostnaðar sem kynntar hafa verið stjórnendum og starfsmönnum bæjarins og skoðaðar leiðir til frekari lækkunar á rekstrarkostnaði.  

Skólanefnd leggur áherslu á að áfram verði að halda úti góðri og skilvirkri þjónustu við börn og ungmenni. Það er því mikilvægt að ná samstöðu innan bæjarfélagsins um hvernig það verði gert. Á fundi skólanefndar voru jafnframt ræddar hugmyndir um breytingar á opnunartíma leikskóla frá og með hausti sem lið í því að lækka kostnað við rekstur leikskólanna. Skólanefnd samþykkti að opnunartími leikskóla Akureyrarbæjar verði frá kl. 7.45 - 16.15 daglega frá og með 1. ágúst 2009.

Nýjast