Guðný og Björn hljóta starfs- laun listamanna á Akureyri

Í dag var tilkynnt hverjir hljóta starfslaun listamanna á Akureyri 2009-2010. Úr hátt í tuttugu umsóknum sem bárust valdi stjórn Akureyrarstofu þau Guðnýju Kristmannsdóttur myndlistarkonu og Björn Þórarinsson tónlistarmann en bæði hafa starfað að list sinni í fjölda ára og munu sinna listinni sem bæjarlistamenn í sex mánuði hvort.  

Friðbjarnarhús sem stendur við Aðalstræti 46 fékk viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrarbæjar og tóku þeir Gunnar Lórenzson, Guðmundur Magnússon og Árni Valur Viggósson á móti viðurkenningunni en þeir hafa lagt gríðarlega mikið á sig við endurbætur á húsinu. Byggingarlistaverðlaun Akureyrarbæjar voru að þessu sinni veitt fyrir breytingar á eldra húsnæði og var það mat stjórnarAkureyrarstofu og ráðgjafa hennar að þessa viðurkenningu ætti skilið að fá verslunin Eymundsson-Penninn við Hafnarstræti 91-93 en hönnuðir þeirra breytinga sem gerðar voru á versluninni eru þau Valdimar Harðarson og Steinunn Guðmundsdóttir frá Arkitektastofunni ASK.  Versluninni Eymundsson-Pennanum var veitt viðurkenning fyrir sitt framlag til eflingar miðbæjarins.
 
Að síðustu var veitt viðurkenning Menningarsjóðs fyrir framlag til menningar og lista í bænum og þótti Sigurður Heiðar Jónsson vel að henni kominn en framlag hans til menningarlífs á Akureyri og til uppbyggingar Listagilsins er mikið og ótvírætt.

Nýjast