11. júní, 2009 - 14:48
Fréttir
Leikskólinn Pálmholt á Akureyri fékk í dag Grænfánann afhentan í annað sinn í röð, en skólinn fékk
fánann fyrst afhentan árið 2007. Fáninn er veittur til tveggja ára í senn og er fyrst og fremst alþjóðleg umhverfis viðurkenning fyrir
skóla. Hugrún Sigmundsdóttir, skólastjóri Pálmholts, segir verkefnið snúast að miklu leyti um börnin.
„Krakkarnir hér í skólanum taka þessu mjög vel og eru tilbúinn í þetta verkefni. Þau eru mjög virkir
þátttakendur í þessu og um það snýst þetta,” segir Hugrún.