Góður árangur Óðins á Akranesleikunum

Sundfélagið Óðinn gerði góða ferð á Akranesleikana í sundi sem fram fór um sl. helgi. Óðinn stóð uppi sem annað stigahæsta félag mótsins. Félagið sendi fjölmennt lið á mótið eða tæplega 60 manns á aldrinum 8-16 ára. Óðinn vann til 16 gullverðlauna í einstaklingsgreinum og til fjögurra gullverðlauna í boðsundum. 

Eitt af markmiðum sundmanna á mótinu er að ná lágmörkum inn á Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi (AMÍ) sem haldið verður á Akureyri síðar í mánuðinum en þó nokkur AMÍ-lágmörk náðust á Akranesi um helgina hjá Óðni.

Nýjast