02. júlí, 2009 - 12:00
Fréttir
George Hollanders opnar sýninguna TÍÐARANDINN í Listmunahorninu á Árbæjarsafni laugardaginn 4. júlí kl.14.00. Þar verða til
sýnis leikföng frá leikfangasmiðjunni Stubbi en einnig heimasmíð eftir börn Georgs ásamt fleira fólki.
Hluti af þeim eru eins og leikföngin hans Georgs - börn síns tíma, listasmíð sem samtvinnar aðstæður og hráefni sem til fellur en
verða um leið sígildir nytjahlutir sem mynda einskonar ádeila á neyslusamfélagið. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar.