Gengu á höndum niður kirkjutröppurnar til styrktar Píeta samtökunum

Myndirnar tók Margrét Þóra Þórsdóttir
Myndirnar tók Margrét Þóra Þórsdóttir

Rétt í þessu stóðu Nonni og strákarnir í hópfimleikalandsliðinu fyrir frábæru framtaki sem fólst í því að labba á höndum niður kirkjutröppurnar á Akureyri til styrktar Píeta samtökunum. PÍeta samtökin opnuðu nýverið starfsstöð á Akureyri. 

Talsverður fólksfjöldi var saman kominn til að fylgjast með þessu flotta framtaki strákanna sem dreifðu sjálflýsandi armböndum sem kallast Ljós í myrkri. 

Frábært framtak hjá þessum glæsilegu strákum. 

EPE/MÞÞ

 

  • Píeta veitir fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri. Píeta samtökin vinna einnig að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Samtökin vilja vera leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi.

Nýjast