Geir Guðmundsson á Ólympíuleika æskunnar

Við sögðum frá því í síðustu viku að KA- mennirnir Guðmundur Hólmar Helgason og Ásgeir Jóhann Kristinsson voru valdir í U-17 ára landslið karla í handbolta fyrir Ólympíuleika æskunnar í sumar. 

Það gleymdist hins vegar að geta þess að Þórsarinn, Geir Guðmundsson, var einnig valinn í hópinn og mun því einnig leika með landsliðinu á leikunum. Ólympíuleikarnir fara fram dagana 19. - 25. júlí og eru haldnir í Finnlandi.

Nýjast